Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
17
október

Klúbbur Listahátíðar endurvakinn

Eftir að hafa legið í dvala í mörg ár verður Klúbbur Listahátíðar endurvakinn á Listahátíð 2018.

 

Klúbbur Listahátíðar gegndi mikilvægu hlutverki um árabil, ekki síst á níunda og tíunda áratugnum, sem samkomustaður fyrir listamenn og gesti hátíðarinnar þar sem lifandi tónlist var í hávegum höfð. Klúbburinn var lengst af rekinn í Félagsstofnun stúdenta og síðar m.a. á Hótel Borg, Hressó, Iðnó og Sólon Íslandus.

Klúbbur Listahátíðar 2018 verður opinn alla dagana sem hátíðin varir eða frá 1.-17. júní og verður að þessu sinni staðsettur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Klúbburinn verður sérstaklega innréttaður fyrir hátíðina í fjölnotarými safnsins og þar verður hægt að njóta ljúfra veitinga og úrvals listviðburða fyrir alla aldurshópa á meðan á hátíðinni stendur.

Efnt verður til samkeppni um útlit klúbbsins meðal listamanna og hönnuða sem verður auglýst í nóvember næstkomandi. 

Dagskrá Klúbbsins verður kynnt á heimasíðu Listahátíðar í aðdraganda hátíðar.